6200 fórust í jarðskjálftanum á Jövu 1. júní 2006 13:45 Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu. MYND/AP Nú er ljóst að rúmlega 6200 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðargögn hafa borist á flesta þá staði þar sem aðstoðar er þörf. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á svæðinu slösuðust minnst 30 þúsund manns og rúmlega 105 þúsund heimili eru rústir einar eða mikið skemmd. Þarf af leiðandi eru mörg hundruð þúsund íbúar á eyjunni heimilislausir. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir eða látast af sárum sínum og talið að fleiri reynist heimilislausir þegar betur verður að gáð. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir hjálpargögn og aðstoð hafa borist á flest svæði á eyjunni. Sjúkrahús eru yfirfull og læknar eiga fullt í fangi með að sinna slösuðum. Þó Sameinuðu þjóðirnar segir hjálpargögn berast á flest svæði hefur veður hamlað flutningum á einhver svæði. Íbúar þar hafa því magir hverjir þurft að hýrast undir berum himni í fimm nætur. Þróunarbankinn í Asíu hefur heitið jafnvirði rúmlega fjögurra miljarða íslenskra króna til endurbyggingar á svæðinu. Indónesísk stjórnvöld hafa, til að byrja með, heitið tólf kílóum af hrísgrjónum á hverja fjölskyldu og jafnvirði rúmlega fimmtán hundruð íslenskra króna handa hverjum þeim sem lifði af hamfarirnar til að kaupa föt og húsbúnað og aðrar nauðsynjavörur. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, hefur varið fjórum síðustu dögum á þeim svæðum sem verst urðu úti í hamförunum. Hún segist á þeim tíma hafa fullvissað sig um að björgunarstarf gengi sem skildi og endurbygging væri að hefjast. Þess vegna væri henni óhætt að snúa aftur til höfuðborgarinnar, Jakarta. Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Nú er ljóst að rúmlega 6200 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðargögn hafa borist á flesta þá staði þar sem aðstoðar er þörf. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á svæðinu slösuðust minnst 30 þúsund manns og rúmlega 105 þúsund heimili eru rústir einar eða mikið skemmd. Þarf af leiðandi eru mörg hundruð þúsund íbúar á eyjunni heimilislausir. Óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir eða látast af sárum sínum og talið að fleiri reynist heimilislausir þegar betur verður að gáð. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir hjálpargögn og aðstoð hafa borist á flest svæði á eyjunni. Sjúkrahús eru yfirfull og læknar eiga fullt í fangi með að sinna slösuðum. Þó Sameinuðu þjóðirnar segir hjálpargögn berast á flest svæði hefur veður hamlað flutningum á einhver svæði. Íbúar þar hafa því magir hverjir þurft að hýrast undir berum himni í fimm nætur. Þróunarbankinn í Asíu hefur heitið jafnvirði rúmlega fjögurra miljarða íslenskra króna til endurbyggingar á svæðinu. Indónesísk stjórnvöld hafa, til að byrja með, heitið tólf kílóum af hrísgrjónum á hverja fjölskyldu og jafnvirði rúmlega fimmtán hundruð íslenskra króna handa hverjum þeim sem lifði af hamfarirnar til að kaupa föt og húsbúnað og aðrar nauðsynjavörur. Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, hefur varið fjórum síðustu dögum á þeim svæðum sem verst urðu úti í hamförunum. Hún segist á þeim tíma hafa fullvissað sig um að björgunarstarf gengi sem skildi og endurbygging væri að hefjast. Þess vegna væri henni óhætt að snúa aftur til höfuðborgarinnar, Jakarta.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira