Sport

Frábært Kvennatölt

Verðlaunahafar í opnum flokki, A-úrslitum. Mynd BA

Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í gær, laugardag, og tókst frábærlega vel. Metskráning var á mótið og mættu á annað hundrað konur víðs vegar af landinu til leiks með gæðinga af bestu gerð. Keppnin var óvenju jöfn og hörð þetta árið og sáust feikna tilþrif í öllum flokkum.

Í Byrjendaflokki varð það Drífa Daníelsdóttir sem sigraði á höfðingjanum Háfeta frá Þingnesi, en spútnik keppandinn í þeim flokki var

Helluskeifudrottningin Hulda Björk Gunnarsdóttir sem mætti með unga hryssu undan Prins frá Úlfljótsvatni, reið sig upp úr B-úrslitum og alla leið í annað sætið. Í áhugamannaflokki-minna vanar var það svo Gustarinn Lilja Sigurðardóttir sem vann yfirburðasigur á Dagssynininum Glað frá Skipanesi, með 7,0 í einkunn í úrslitum sem hefði nú fleytt henni langt í efsta flokknum, sannarlega frábær árangur það.

Sjá nánar HÉR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×