Wenger: Við verðum betri með hverjum leik 18. mars 2006 20:29 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira