Viðskipti erlent

Ríkisstjórn Japans vill óbreytta stýrivexti

Ríkisstjórn Japans hefur þrýst á stjórn Seðlabanka Japans að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða nálægt núllinu, þar til stjórnvöldum hafi tekist að sporna við viðvarandi verðhjöðnun í landinu.

Shinzo Abe, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði snarpa hækkun stýrivaxta ekki vænlega og benti á að betra væri fyrir Seðlabankann að hækka stýrivexti hægt og bítandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×