Sport

Mikið sálfræðistríð á Stamford Bridge

Stamford Bridge er ekki í góðu standi þessa dagana
Stamford Bridge er ekki í góðu standi þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Leikmenn Barcelona voru í dag reknir af æfingu sinni í Stamford Bridge, þar sem þeir mæta Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, en leikmennirnir höfðu farið fram á að æfa lengur en þann klukkutíma sem þeim var fenginn til að æfa við þau lélegu vallarskilyrði sem þar eru nú eftir miklar rigningar í London.

Sumir leikmanna Barcelona vilja meina að forráðamenn Chelsea séu að láta vökva völlinn til að skemma enn frekar fyrir Börsungum, sem þekktir eru fyrir hraðan og skemmtilegan fótbolta."Ástand vallarins hefur mun verri áhrif á okkur en þá, af því við spilum hraðari bolta, en við erum atvinnumenn og munum spila við þau skilyrði sem fyrir hendi liggja hverju sinni," sagði Carles Puyol, varnarmaður Barcelona.

Viðureign liðanna er í beinni útsendingu á Sýn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×