Stjórarnir vilja vinnufrið 13. febrúar 2006 15:30 Curbishley vill fá vinnufrið þangað til í vor NordicPhotos/GettyImages Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira