Sport

Níundi sigur San Antonio í röð

Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Indiana
Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Indiana NordicPhotos/GettyImages

Meistarar San Antonio Spurs unnu sinn níunda leik í NBA í nótt þegar liðið skellti Indiana á útivelli 92-88. Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio, en Stephen Jackson skoraði 17 stig fyrir Indiana.

Washington lagði Philadelphia 107-97. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington, en Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Philadelphia og Chris Webber bætti við 24 stigum og 13 fráköstum.

Boston vann Orlando 102-94. Paul Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston, en Dwight Howard skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando.

New Jersey lagði Milwaukee 94-79. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey, en Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee.

Toronto valtaði yfir Portland 114-81. Mo Peterson skoraði 22 stig fyrir Toronto, en Charles Smith skoraði mest hjá Portland, aðeins 11 stig.

Houston lagði New York 90-83. Yao Ming skoraði 24 stig fyrir Houston, en Quentin Richardson skoraði 19 fyrir New York.

Sacramento burstaði Atlanta 109-84. Ron Artest og Kevin Martin skoruðu 22 stig fyrir Sacramento, en Josh Childress og Joe Johnson skoruðu báðir 13 stig fyrir Atlanta.

Denver lagði Seattle á útivelli 120-112 í framlengingu. Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver en Ray Allen var með 34 fyrir Seattle.

Loks vann Chicago góðan sigur á LA Clippers á útivelli 97-91. Elton Brand var stigahæstur hjá Clippers með 29 stig og 15 fráköst, en Kirk Hinrich og Jannero Pargo skoruðu 17 stig fyrir Chicago.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×