Sport

Dallas - Miami í beinni útsendingu

Shaquille O´Neal sækir hér að Erick Dampier, miðherja Dallas í leik liðanna í fyrra
Shaquille O´Neal sækir hér að Erick Dampier, miðherja Dallas í leik liðanna í fyrra NordicPhotos/GettyImages

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt þegar heitasta liðið í NBA, Dallas Mavericks, tekur á móti Shaquille O´Neal og félögum í Miami Heat. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og þar verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas-liðið nær að vinna sinn 13. leik í röð í deildinni, sem yrði met í vetur.

Gengi Miami hefur ekki verið dónalegt undanfarið og hefur liðið unnið siguri í sjö af níu síðustu leikjum sínum. Shaquille O´Neal er óðum að hressast eftir erfið ökklameiðsli, en það er eftir sem áður Dwayne Wade sem ber mest á í sóknarleik liðsins enda skorar hann að meðaltali 27 stig í leik.

Dirk Nowitzki er helsta vopn Dallas og skorar að meðaltali yfir 25 stig í leik, en Dallas er engu að síður með einn allra breiðasta hópinn í deildinni og yfirleitt margir sem leggja hönd á plóginn bæði í sókn og vörn. Dallas hefur unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum við Miami, þar á meðal fyrri viðureign liðanna í Miami í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×