Sport

New Jersey stöðvaði Detroit

Jason Kidd var maðurinn á bak við sigur New Jersey á eldheitu liði Detroit
Jason Kidd var maðurinn á bak við sigur New Jersey á eldheitu liði Detroit NordicPhotos/GettyImages

Lið New Jersey Nets stöðvaði í nótt 11 leikja sigurgöngu Detroit Pistons með 91-84 sigri á heimavelli sínum. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit, en Jason Kidd skoraði 23 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendngar hjá New Jersey.

Phoenix burstaði Philadelphia á útivelli 123-99. Raja Bell skoraði 21 stig fyrir Phoenix og Boris Diaw var með þrennu, 14 stig, 13 stoðsendingar og 11 fráköst. John Salmons skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst hjá Philadelphia, sem var án Allen Iverson í leiknum.

Washington sigraði Indiana 84-79. Gilbert Arenas skoraði 20 stig fyrir Washington, en Peja Stojakovic var með 17 hjá Indiana.

LA Lakers burstaði slakt lið New York Knicks á útivelli 130-97. Kobe Bryant skoraði 40 stig fyrir Lakers og skoraði að meðaltali 43,4 stig í leikjum liðsins í janúar. Quintel Woods skoraði 15 stig og hirti 9 fráköst.

Dallas stöðvaði fjögurra leikja sigurgöngu Chicago Bulls og lengdi sína eigin sigurgöngu í níu leiki þegar liðið vann 98-94 sigur á heimavelli sínum. Dallas hafði um tíma 30 stiga forystu í síðari hálfleiknum, en glutraði henni niður án þess þó að sigur liðsins hafi verið í mikilli hættu. Josh Howard skoraði 22 stig og Dirk Nowitzki skoraði 21 stig fyrir Dallas, en Kirk Hinrich skoraði 28 fyrir Chicago.

Sacramento lagði Denver í fyrsta leik Ron Artest með liðinu á heimavelli 98-91. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver, en Kevin Martin skoraði 25 fyrir Sacramento og Ron Artest bætti við 19 stigum og 7 fráköstum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×