Sport

Miami lagði LA Clippers

Dwayne Wade var að vanda frábær í liði Miami í nótt, skoraði 28 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri liðsins á LA Clippers
Dwayne Wade var að vanda frábær í liði Miami í nótt, skoraði 28 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri liðsins á LA Clippers NordicPhotos/GettyImages

Miami vann í nótt sigur á LA Clippers í skemmtilegum leik 118-114, þar sem leikmenn Miami gerðu út um leikinn í lokin með góðri vítanýtingu. Dwayne Wade var þeirra atkvæðamestur með 28 stig og 11 stoðsendingar, en Elton Brand skoraði 31 stig fyrir Clippers og Cuttino Mobley skoraði 28 stig og gaf 11 stoðsendingar.

Atlanta Hawks burstaði New York 120-101. Al Harrington skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Atlanta, en David Lee skoraði 18 stig fyrir New York.

Cleveland fór létt með Charlotte á útivelli 103-91. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland, en Alan Anderson var með 14 hjá Charlotte.

David West tryggði New Orleans sigur á Milwaukee með skoti um leið og lokaflautan gall, 94-93. West skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst í leiknum, en Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee.

Minnesota valtaði yfir Boston 110-91. Wally Szczerbiak var stigahæstur hjá Boston gegn sínum gömlu félögum, skoraði 22 stig, en Marcus Banks skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Banks kom einmitt til Minnesota fyrir nokkrum dögum í sömu skiptunum milli liðanna.

Endurkoma Yao Ming dugði Houston Rockets ekki til sigurs í fyrsta leik, því liðið tapaði fyrir Memphis í nótt, 86-77. Tracy McGrady skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst hjá Houston, en Chucky Atkins skoraði 19 fyrir Memphis.

San Antonio lagði Utah 79- 70 í fyrsta leik sínum af átta á útivelli á næstunni. Tim Duncan skoraði 19 stig fyrir San Antonio, en Jarron Collins skoraði 15 stig fyrir Utah.

Þá hafði Nate McMillan betur gegn gamla liðinu sínu þegar hann stýrði Portland til sigurs á Seattle á útivelli 116-111. Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle, en Zach Randolph setti 32 stig og hirti 9 fráköst hjá Portland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×