Sport

Rodman segist geta spilað aftur í NBA

Dennis Rodman er alltaf jafn svalur
Dennis Rodman er alltaf jafn svalur AFP

Skrautfuglinn Dennis Rodman segist eiga nóg inni í körfuboltanum eftir að hann gerði ágætt mót með liði Brighton Bears í enska körfuboltanum um helgina. Rodman skoraði fjögur stig og hirti sjö fráköst í sigri liðsins á Guildford Heat 91-88 um helgina.

Rodman fékk lítil 25.000 pund í vasann frá stuðningsaðilum breska liðsins fyrir að spila þennan eina leik, en liðið hefur reyndar verið kært fyrir að tefla fram of mörgum útlendingum í leiknum.

Rodman segist vel geta hugsað sér að spila í NBA á ný. "Ég er búinn að æfa eins og skepna í einn mánuð, svo ég er í fínu formi. Þetta væri bara spurning um að koma tímasetningunum í lag. Ég yrði ekki fenginn til að skora, heldur mundi ég bara gera það sem kom mér þangað sem ég var á sínum tíma," sagði hinn 44 ára gamli Rodman, sem var einn allra besti varnarmaður og frákastari NBA deildarinnar á tíunda áratugnum - þegar hann vann fimm meistaratitla með Detroit Pistons og Chicago Bulls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×