Sport

Áttundi sigur Dallas í röð

Varnarmenn Utah réðu ekkert við Josh Howard í nótt
Varnarmenn Utah réðu ekkert við Josh Howard í nótt NordicPhotos/GettyImages

Lið Dallas Mavericks vann í nótt sinn áttunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Utah fyrirhafnarlítið á heimavelli sínum, 103-89. Josh Howard skoraði 24 stig í jöfnu liði Dallas, en Devin Brown skoraði 18 stig fyrir Utah.

Washington sigraði Charlotte 107-97, en þetta var ellefta tap Charlotte í röð. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington, en Primoz Brezek skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte.

Philadelphia sigraði New York 91-76 þrátt fyrir að vera án Allen Iverson sem meiddist í leiknum. Chris Webber var stigahæstur í Philadelphia með 21 stig, en Qyntel Woods skoraði 24 stig fyrir New York.

New Orleans skellti Memphis á útivelli 95-86, en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Speedy Claxton skoraði 20 stig fyrir New Orleans, en Pau Gasol var með 25 stig og 16 fráköst hjá Memphis.

Chicago vann auðveldan sigur á Atlanta 111-99. Joe Johnson skoraði 40 stig fyrir Atlanta en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago, sem vann sinn fjórða leik í röð.

San Antonio lagði Minnesota 102-88. Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio en Kevin Garnett skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota.

New Jersey tapaði fjórða leiknum í röð þegar liðið lá í Seattle 113-104. Richard Jefferson skoraði 36 stig fyrir New Jersey, en Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Seattle.

Golden State lagði Portland 98-83. Baron Davis átti stórleik fyrir Golden State, skoraði 28 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, en Juan Dixon skoraði 21 stig fyrir Portland.

LA Clippers burstaði Denver 112-79. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Carmelo Anthony skoraði 16 stig fyrir Denver.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×