Sport

Phoenix skellti Miami

Steve Nash keyrir hér framhjá Alonzo Mourning hjá Miami í leik liðanna í nótt. Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum
Steve Nash keyrir hér framhjá Alonzo Mourning hjá Miami í leik liðanna í nótt. Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns lagði Miami Heat á útivelli 107-98. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 19 stig eða meira í leiknum. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst.

Dallas vann fimmta leik sinn af fimm á útileikjaferðalagi sínu þegar liðið skellti Seattle í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, 104-97. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst fyrir Dallas og Jerry Stackhouse skoraði 21 stig af bekknum. Hjá Seattle var Rashard Lewis að spila mjög vel, skoraði 36 stig og hitti 10 af 15 skotum sínum í leiknum, þar af hitti hann úr öllum 3-stiga skotum sínum. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle.

Loks tapaði Philadelphia fyrir Orlando á heimavelli sínum 119-115 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 38 stig og átti 15 stoðsendingar hjá Philadelphia og Chris Webber skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst. Hedo Turkuglu var stigahæstur hjá Orlando með 25 stig og 8 fráköst, Pat Garrity skoraði 24 stig af varamannabekknum og hitti úr 9 af 11 skotum sínum og Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×