Innlent

Hörð samkeppni Íslendinga erlendis

Höfuðstöðvar Keops.
Höfuðstöðvar Keops.

Allt stefnir í harða samkeppni íslenskra fyrirtækja á fasteignamarkaðnum á meginlandi Evrópu þar sem Baugur og Straumur-Burðarás munu takast á.

Straumur Burðarás hefur ásamt fleirum,stofnað fasteignafélag í Danmörku sem áætlar að fjárfesta í húsnæði fyrir 50 milljarða íslenskra króna á ári og stefnir að því að verða stærsta félag sinnar tegundar á Norðurlöndum innan tíðar. Auk þess ráðgerir fyrirtækið fjárfestingar í fasteignum í Þýskalandi og Austur Evrópu.

Straumur Burðarás hefur ásamt fleirum,stofnað fasteignafélag í Danmörku sem áætlar að fjárfesta í húsnæði fyrir 50 milljarða íslenskra króna á ári og stefnir að því að verða stærsta félag sinnar tegundar á Norðurlöndum innan tíðar. Auk þess ráðgerir fyrirtækið fjárfestingar í fasteignum í Þýskalandi og Austur Evrópu.

Í danska blaðinu Börsen er geint frá því að hlutafé í nýja félaginu, Property Gorup, sé um það bil milljarður íslenskra króna, og sé hlutur Straums Burðaráss liðlega helmingur. Haft er eftir framkvæmdastjóranum að félagið muni meðal annars veita fasteignafélaginu KEOPS harða samkeppni, en Baugur á stóran hlut í því. Það félag er að fjárfesta á sömu slóðum og stefnir á öran vöxt. Nýverið greindum við frá því að KEOPS væri líka á ráðast í miklar framvkæmdir í Tyrklandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×