Mikil hækkun á Avion við skráningu 20. janúar 2006 12:00 Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion. MYND/GVA Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun. Það ríkti mikil eftirvænting í Kauphöll Íslands í morgun. Ákveðið var að setja fyrirtækið á markað í desember og rétt fyrir jól lauk útboði á hlutum í fyrirtækinu til fagfjárfesta. Þeim var boðið að kaupa hlutabréf á genginu 38,3 upp á sex milljarða króna en tilboð bárust hins vegar í hlut upp á 102 milljarða. Þegar þessi mikli áhugi lá fyrir var ákveðið að hækka útboðið upp í tíu milljarða. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion, sagði rétt áður en sala á bréfunum hófst klukkan tíu, að hann væri ánægður með að félagið væri komið í Kauphöll Íslands. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, sagði skömmu eftir að markaðir opnuðu að hann hefði ekki búist við þessu mikla stökki og að fyrirtækið myndi reyna af megni að standa undir væntingum. Skömmu síðar var stundin runnin upp og tilboðin byrjuðu að streyma inn. Gengi bréfanna var fljótt komið í 50 en þegar NFS yfirgaf Kauphöllina um klukkan hál ellefu, var gengið komið í 47,8. Þetta mun sjálfsagt breytast allt til lokunnar kauphallarinnar í dag, en engu að síður er ljóst að gengi bréfanna hækkar mjög mikið strax á fyrsta degi. Skömmu fyrir tólf var gengi bréfa í Avion Grouo í 45,6 og höfðu þá verið gerð viðskipti með bréf í félaginu upp á 2,6 milljarða króna. Miðað við þetta gengi er verðmæti félagsins nú tæpir 82 milljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði mikinn feng fyrir Kauphöllina og fjárfesta að fá svona stórt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun. Það ríkti mikil eftirvænting í Kauphöll Íslands í morgun. Ákveðið var að setja fyrirtækið á markað í desember og rétt fyrir jól lauk útboði á hlutum í fyrirtækinu til fagfjárfesta. Þeim var boðið að kaupa hlutabréf á genginu 38,3 upp á sex milljarða króna en tilboð bárust hins vegar í hlut upp á 102 milljarða. Þegar þessi mikli áhugi lá fyrir var ákveðið að hækka útboðið upp í tíu milljarða. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion, sagði rétt áður en sala á bréfunum hófst klukkan tíu, að hann væri ánægður með að félagið væri komið í Kauphöll Íslands. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, sagði skömmu eftir að markaðir opnuðu að hann hefði ekki búist við þessu mikla stökki og að fyrirtækið myndi reyna af megni að standa undir væntingum. Skömmu síðar var stundin runnin upp og tilboðin byrjuðu að streyma inn. Gengi bréfanna var fljótt komið í 50 en þegar NFS yfirgaf Kauphöllina um klukkan hál ellefu, var gengið komið í 47,8. Þetta mun sjálfsagt breytast allt til lokunnar kauphallarinnar í dag, en engu að síður er ljóst að gengi bréfanna hækkar mjög mikið strax á fyrsta degi. Skömmu fyrir tólf var gengi bréfa í Avion Grouo í 45,6 og höfðu þá verið gerð viðskipti með bréf í félaginu upp á 2,6 milljarða króna. Miðað við þetta gengi er verðmæti félagsins nú tæpir 82 milljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði mikinn feng fyrir Kauphöllina og fjárfesta að fá svona stórt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira