Sport

Keppir í fyrsta sinn við útlending

Miklar vonir eru bundnar við hinn unga Amir Khan í Bretlandi
Miklar vonir eru bundnar við hinn unga Amir Khan í Bretlandi NordicPhotos/GettyImages

Vonarstjarna breskra hnefaleika, hinn 19 ára gamli Amir Khan, keppir í fyrsta skipti við útlendan andstæðing á atvinnumannsferli sínum í Nottingham þann 28. janúar nk. Hann mun keppa við hinn 21 árs gamla Vitali Marynov, en Englendingar vonast til að Khan verði orðinn stórstjarna í hnefaleikaheiminum á næsta ári.

"Þetta er nagli frá austur Evrópu og þá ber aldrei að vanmeta. Ég ætla að mæla hann vel út og ganga svo frá honum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi sex lotu bardaga, svo ég verð að fara varlega," sagði Khan, sem keppti fjóra bardaga í fyrra og varð atvinnumaður síðasta vor. "Eitt er víst, ég ætla ekki að láta Martynov komast upp með að gera óvænta hluti á móti mér í fyrsta bardaga ársins og setja strik í reikninginn í framtíðarplönum mínum," sagði Khan, sem keppir í léttvigt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×