Innlent

Eðli og umfang fyrirframgreiðslna til ríkis breytist til muna

Eðli og umfang fyrirframgreiðslna á þinggjöldum, bæði einstaklinga og lögaðila, breytist til mikilla muna á þessu ári vegna afnáms eignarskatts. Afnám hans þýðir að fyrirframgreiðsla nær nú til tekjuskatts og iðnaðarmálagjalds hjá lögaðilum eftir því sem fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Fram að álagningu á næsta ári ber lögaðilum að greiða mánaðarlega 8,5prósentaf álagningu umræddra gjalda.

Fjármálaráðuneytið segir n iðurfelling u eignarskatt s hafa veruleg áhrif á fyrirframgreiðslu einstaklinga, en á síðasta ári var eignarskattur lagður á liðlega 75 þúsund einstaklinga, samtals um 2,8 milljarðar króna. Hefðbundin tilkynning skattyfirvalda í upphafi árs um fyrirframgreiðslu eignarskatts, jafnt til greiðenda og atvinnurekenda sem dregið hafa hana frá greiddum launum, verður því ekki send út í upphafi árs. Við það mun sparast skriffinnska og utanumhald auk hagsbótanna fyrir greiðandann, segir ráðuneytið

Eitt gjald verður þó áfram innheimt fyrirfram á hefðbundinn hátt hjá einstaklingum í sjálfstæðum iðnrekstri, eða iðnaðarmálagjald, en gjaldendur þess eru kringum 5.000, til viðbótar um 5.500 lögaðilum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×