Craig sigurvegari ársins 31. desember 2006 10:00 Daniel Craig slær í gegn sem nýr Bond og aðdáendur bíða spenntir eftir næstu myndum. Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Þetta kemur hvað best í ljós þegar aðsóknartölur á nýjustu Bond-myndina, Casino Royal, eru skoðaðar en hún er orðin aðsóknarmesta James Bond-myndin til þessa. Casino Royal slær þar við Die Another Day sem á sínum tíma græddi vel fyrir framleiðendur myndarinnar þótt flestir væru sammála um að hún væri sú lélegasta hjá Pierce Brosnan í hlutverki leyniþjónustumannsins snjalla. Casino Royal halaði inn þrjátíu og tvo milljarða íslenskra króna á heimsvísu og ætti það að stinga uppí óvildarmenn Craig sem margir hverjir fundu honum flest til foráttu þegar breski leikarinn var ráðinn í þjónustu hennar hátignar. Líklegur kandítat. Kvikmyndin Dreamgirls þykir líkleg til að vera áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna eru tilkynntar. Mikil spenna ríkti meðal framleiðanda í kvikmyndaborginni Hollywood þegar aðsóknartölur yfir jólavertíðina komu í hús. Ævintýramyndin Eragon trónir í efsta sæti í flestum löndum utan Bandaríkjanna en hún er byggð á samnefndri bók unglingsins Christopher Paolini. Í Bretlandi voru það hins vegar hinar dansandi mörgæsir sem héldu toppsætinu, þriðju vikuna í röð. Gamanmyndin Night at the Museum komst í efsta sætið í Bandaríkjunum en myndin segir frá safnverði sem verður vitni að því þegar sögusafn tekur að lifna við með kostulegum afleiðingum. Dreka-riddarinn. Velgengni Christopher Paolini heldur áfram en kvikmynd byggð á bókinni trónir í efsta sæti í Evrópu. Fast á hæla hennar kom kvikmyndin Dreamgirls en hún skartar þeim Jamie Foxx og Eddie Murphy auk söngfuglsins Beyoncé Knowles í aðalhlutverkum. Myndin hefur fengið frábæra dóma hjá bandarískum gagnrýnendum og veðja flestir á hana sem líklegan kandítat þegar Óskarstilefningarnar verða tilkynntar.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira