Stór söfn og lítil þurfa geymslur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 30. desember 2006 06:00 Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun