Bíó og sjónvarp

Lyginni líkast

Tilveru Crickets er kollvarpað þegar ókunnug kvenmannsrödd tilkynnir yfirvofandi dauða hans.
Tilveru Crickets er kollvarpað þegar ókunnug kvenmannsrödd tilkynnir yfirvofandi dauða hans.

Kvikmyndin Stranger Than Fiction með Will Ferell, Emmu Thompson og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum verður frumsýnd hér á landi á nýársdag. Hér segir frá skattheimtumanninum Harold Cricket (Ferrell) hvers tilveru er kollvarpað þegar hann byrjar að heyra kvenmannsrödd lýsa öllum hans gjörðum í minnstu smáatriðum og til að bæta gráu ofan á svart lýsir hún því að dauði hans sé yfirvofandi.

Sér til hrellingar kemst Cricket að því að hann er aðalpersóna í nýjustu skáldsögu Karen Eiffel (Thompson) sem á aðeins eftir að reka smiðshöggið á verkið með því að finna viðeigandi dauðdaga fyrir aðalpersónuna. Í örvæntingu sinni leitar Cricket á náðir bókmenntafræðings (Hoffman) sem ráðleggur honum að bjarga sér frá bana með því að breyta sögunni úr harmleik í gamanleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×