Bíó og sjónvarp

Morricone fær Óskar

Stef tónskáldsins úr myndinni The Good, The Bad, And The Ugly, er orðið tákn fyrir kúrekamyndir.
Stef tónskáldsins úr myndinni The Good, The Bad, And The Ugly, er orðið tákn fyrir kúrekamyndir.

Einn merkasti höfundur kvikmyndatónlistar undanfarna áratugi, hinn 78 ára gamli Ítali Ennio Morricone, mun hljóta heiðursverðlaun við afhendingu Óskarsverðlaunanna 25. febrúar.

Morricone hefur samið tónlist fyrir yfir 300 kvikmyndir, meðal annars marga spagettívestra Sergio Leones og The Untouchables. Tónlist hans var notuð í Kill Bill tvennuna, en þrátt fyrir að hafa fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist hefur Morricone aldri hlotið verðlaunin.

Næsta tónsmíð Ítalans verður fyrir kvikmyndina Leningrad, sem fjallar um umsátur þýska hersins í Seinni heimsstyrjöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×