Tónlist

Jólatónleikar hjá Kammersveitinni

Tónlistarfjölskyldan. Martial Nardeau, flauta, Guðrún S. Birgisdóttir, flauta, Matthías Birgir Nardeau, óbó, og Jóhann Nardeau, trompet.
Tónlistarfjölskyldan. Martial Nardeau, flauta, Guðrún S. Birgisdóttir, flauta, Matthías Birgir Nardeau, óbó, og Jóhann Nardeau, trompet.

Kammersveit Reykjavíkur efnir til hefðbundinna jólatónleika sinna í Áskirkju á morgun kl. 16. Að þessu sinni verða þetta miklir fjölskyldutónleikar, því Nardeau-fjölskyldan leikur öll einleik og að auki spila þær þrjár systur Ingólfsdætur einleikinn í Jólakonsert Corellis.

Fjölskyldubönd hafa löngum þekkst í tónlistarheiminum. Menntun og þjálfun í tónlist hefur gjarnan gengið mann fram af manni í stórum systkinahópum og ekki óalgengt að tóngáfur erfist mann fram af manni. Óvenjulegt er að heil fjölskylda hafi tónlistina að ævistarfi.

Það er þó reyndin með Nardeau-fjölskylduna, þar sem synir þeirra Guðrúnar og Martials hafa báðir ákveðið að helga sig tónlistinni. Eru báðir lagðir á framabraut tónlistarinnar og leika með foreldrum sínum á sunnudagstónleikunum: Matthías hefur þegar lokið námi frá Tónlistarháskólanum í París og Jóhann, sem lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á liðnu vori, heldur nú til framhaldsnáms, einnig í París. Hann er aðeins 18 ára gamall og ótrúlega efnilegur trompetleikari.

Á efnisskránni eru verk eftir Johann Wilhelm Hertel, Jacques-Christophe Naudot, Antonio Vivaldi, Johann Sebastian Bach og Antonio Corelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.