Útsölunni lokið 15. desember 2006 16:30 Tónlist Buttercup er rokkaðri en á síðustu plötum og það fer þeim ágætlega. Spilagleði þeirra skín í gegn í bestu lögum plötunnar. Stjörnur: 3 Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira