Sprengingar og sverðaglamur í ársbyrjun 15. desember 2006 14:45 Jack Bauer losnar úr haldi Kínverja og tekur strax til við að bjarga heiminum í sjöttu þáttaröð 24 sem hefur göngu sína í janúar. Jack Bauer heldur áfram að bjarga heiminum og menn berast enn á banaspjótum í Róm í nýjum þáttaröðum 24 og Rome sem hefja göngu sína í Bandaríkjunum í upphafi árs. Þættirnir munu skila sér hratt og örugglega til Íslands þannig að aðdáendur þeirra geta farið að hlakka til. Sjónvarpsárið 2007 byrjar með látum í Bandaríkjunum með enn einum sturluðum sólarhringnum í lífi leyniþjónustumannsins Jack Bauer í sjöttu þáttaröð 24. Þá tekur við nýr kafli í sögu Rómar við í öðrum árgangi Rome. Rómarþættirnir eru samstarfsverkefni HBO og BBC og þótti fyrsta þáttaröðin ákaflega vel heppnuð þannig að von er á góðu. Eitt helsta tromp HBO verður þó án efa átta þátta lokahnykkur The Sopranos.Jack lætur ekki bíða eftir sérSesar Var drepinn í lok fyrsta árgangs Rome og nú láta þeir til sín taka, Markús Antóníus og Oktavíanus. Fyrst beina þeir spjótum sínum að morðingjum Sesars áður en þeim lendir saman innbyrðis.Íslenskir aðdáendur 24 og Rómar þurfa ekki að bíða lengi eftir Jack Bauer og Rómverjunum þar sem Stöð 2 mun fylgja fast á hæla Bandaríkjamönnum. Sýningar á 24 hefjast með tvöföldum þætti hinn 28. janúar og Rome fylgir í kjölfarið.Jack var í býsna vondum málum þegar íslenskir áhorfendur skildu við hann í sumar. Hann hafði bjargað Bandaríkjunum undan eiturefnaárás og afhjúpaði um leið forsetann sem landráðamann. Hann fékk þó ekki tækifæri til þess að blása úr nös þar sem útsendarar kínverskra yfirvalda, sem áttu ýmislegt sökótt við hann eftir fjórðu seríu, rændu honum og sigldu með út á reginhaf.Bandaríkin geta þó ekki verið án Jacks lengi og þegar óvenju harka-legar hryðjuverkaárásir dynja á saklausum borgurum er ekki um annað að ræða en fá Bauer lausan og siga honum á óþjóðalýðinn. Okkar maður er því við sama heygarðshornið og gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Kiefer Sutherland leikur vitaskuld Bauer sem fyrr og flestar lykilpersónur síðustu seríu snúa aftur en þar eru tölvuséníið Chloe O'Brian, yfirboðarinn Bill Buchanan og forsetabróðirinn Wayne Palmer í fylkingarbrjósti. Nokkrir nýliðar bætast í hópinn að þessu sinni. Gamla brýnið James Cromwell leikur Phillip Bauer, föður Jacks, sem skýtur upp kollinum, og harðjaxlinn Powers Boothe, sem gerði það síðast gott sem gerspilltur þingmaður í Sin City, leikur varaforseta Bandaríkjanna.Valdabarátta í RómTony Soprano mun gera málin upp í átta þátta kafla sem hefur göngu sína í bandarísku sjónvarpi í byrjun ársins 2007.Rómarþáttunum lauk með morðinu á Júlíusi Sesari en sagan er samt rétt að byrja og nú eiga þeir sviðið, Markús Antóníus og hinn ungi Oktavíanus, og dramatíkin verður síður en svo minni eftir fráfall Sesars.Það kemur í hlut Markúsar Antóníusar að snúa vörn í sókn og gera upp við tilræðismennina og svikarann Brútus en þáttaröðin mun svo ekki síst snúast um togstreituna á milli Oktavíanusar og Antóníusar sem kemur sér í millitíðinni notalega fyrir í fangi hinnar fögru Kleópötru. Rómversku riddararnir Lucius Vorenus og Titus Pullo láta sig heldur ekki vanta en brölti þeirra og lífsbaráttu er fléttað skemmtilega saman við þessa stórviðburði í mannkynssögunni.Þrátt fyrir miklar vinsældir munu, sem stendur, ekki vera uppi áform um að gera þriðju röðina aðdáendum þáttanna til mikilla vonbrigða enda er margt ósagt enn og við lok þessa árgangs verðum við ekki enn komin að þeim stað sem Ég, Kládíus byrjaði á fyrir þrjátíu árum.Tony og aðrir góðkunningjarMafíubrölt Tonys Soprano mun að hans sögn kosta hann lífið eða frelsið og þær hrakspár gætu ræst í þáttunum átta sem HBO byrjar að sýna í janúar ef framleiðandinn David Chase getur staðið við það að segja skilið við Tony að þessum kafla loknum.Sjötta þáttaröð The Sopranos er að renna sitt skeið hjá Sjónvarpinu um þessar mundir en einhver bið mun verða á átta þátta framhaldinu þar sem allt útlit er fyrir að sýningar á þeim hefjist ekki fyrr en með haustinu. RÚV mun hins vegar gleðja fjölmarga aðdáendur Lost! og Aðþrengdra eiginkvenna í ársbyrjun en sýningar á þriðju þáttaröð Lost! hefjast í janúarlok og Desperate Housewives fylgja í kjölfarið strax í byrjun febrúar.Fleiri góðkunningjar sem hafa læst klóm sínum í íslenska sjónvarpsáhorfendur munu einnig láta til sín taka í ársbyrjun og má þar á meðal nefna lýtalæknana í Nip/Tuck á Stöð 2 og geðstirða lækninn House, sem Hugh Laurie leikur með miklum tilþrifum, á Skjá einum. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jack Bauer heldur áfram að bjarga heiminum og menn berast enn á banaspjótum í Róm í nýjum þáttaröðum 24 og Rome sem hefja göngu sína í Bandaríkjunum í upphafi árs. Þættirnir munu skila sér hratt og örugglega til Íslands þannig að aðdáendur þeirra geta farið að hlakka til. Sjónvarpsárið 2007 byrjar með látum í Bandaríkjunum með enn einum sturluðum sólarhringnum í lífi leyniþjónustumannsins Jack Bauer í sjöttu þáttaröð 24. Þá tekur við nýr kafli í sögu Rómar við í öðrum árgangi Rome. Rómarþættirnir eru samstarfsverkefni HBO og BBC og þótti fyrsta þáttaröðin ákaflega vel heppnuð þannig að von er á góðu. Eitt helsta tromp HBO verður þó án efa átta þátta lokahnykkur The Sopranos.Jack lætur ekki bíða eftir sérSesar Var drepinn í lok fyrsta árgangs Rome og nú láta þeir til sín taka, Markús Antóníus og Oktavíanus. Fyrst beina þeir spjótum sínum að morðingjum Sesars áður en þeim lendir saman innbyrðis.Íslenskir aðdáendur 24 og Rómar þurfa ekki að bíða lengi eftir Jack Bauer og Rómverjunum þar sem Stöð 2 mun fylgja fast á hæla Bandaríkjamönnum. Sýningar á 24 hefjast með tvöföldum þætti hinn 28. janúar og Rome fylgir í kjölfarið.Jack var í býsna vondum málum þegar íslenskir áhorfendur skildu við hann í sumar. Hann hafði bjargað Bandaríkjunum undan eiturefnaárás og afhjúpaði um leið forsetann sem landráðamann. Hann fékk þó ekki tækifæri til þess að blása úr nös þar sem útsendarar kínverskra yfirvalda, sem áttu ýmislegt sökótt við hann eftir fjórðu seríu, rændu honum og sigldu með út á reginhaf.Bandaríkin geta þó ekki verið án Jacks lengi og þegar óvenju harka-legar hryðjuverkaárásir dynja á saklausum borgurum er ekki um annað að ræða en fá Bauer lausan og siga honum á óþjóðalýðinn. Okkar maður er því við sama heygarðshornið og gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Kiefer Sutherland leikur vitaskuld Bauer sem fyrr og flestar lykilpersónur síðustu seríu snúa aftur en þar eru tölvuséníið Chloe O'Brian, yfirboðarinn Bill Buchanan og forsetabróðirinn Wayne Palmer í fylkingarbrjósti. Nokkrir nýliðar bætast í hópinn að þessu sinni. Gamla brýnið James Cromwell leikur Phillip Bauer, föður Jacks, sem skýtur upp kollinum, og harðjaxlinn Powers Boothe, sem gerði það síðast gott sem gerspilltur þingmaður í Sin City, leikur varaforseta Bandaríkjanna.Valdabarátta í RómTony Soprano mun gera málin upp í átta þátta kafla sem hefur göngu sína í bandarísku sjónvarpi í byrjun ársins 2007.Rómarþáttunum lauk með morðinu á Júlíusi Sesari en sagan er samt rétt að byrja og nú eiga þeir sviðið, Markús Antóníus og hinn ungi Oktavíanus, og dramatíkin verður síður en svo minni eftir fráfall Sesars.Það kemur í hlut Markúsar Antóníusar að snúa vörn í sókn og gera upp við tilræðismennina og svikarann Brútus en þáttaröðin mun svo ekki síst snúast um togstreituna á milli Oktavíanusar og Antóníusar sem kemur sér í millitíðinni notalega fyrir í fangi hinnar fögru Kleópötru. Rómversku riddararnir Lucius Vorenus og Titus Pullo láta sig heldur ekki vanta en brölti þeirra og lífsbaráttu er fléttað skemmtilega saman við þessa stórviðburði í mannkynssögunni.Þrátt fyrir miklar vinsældir munu, sem stendur, ekki vera uppi áform um að gera þriðju röðina aðdáendum þáttanna til mikilla vonbrigða enda er margt ósagt enn og við lok þessa árgangs verðum við ekki enn komin að þeim stað sem Ég, Kládíus byrjaði á fyrir þrjátíu árum.Tony og aðrir góðkunningjarMafíubrölt Tonys Soprano mun að hans sögn kosta hann lífið eða frelsið og þær hrakspár gætu ræst í þáttunum átta sem HBO byrjar að sýna í janúar ef framleiðandinn David Chase getur staðið við það að segja skilið við Tony að þessum kafla loknum.Sjötta þáttaröð The Sopranos er að renna sitt skeið hjá Sjónvarpinu um þessar mundir en einhver bið mun verða á átta þátta framhaldinu þar sem allt útlit er fyrir að sýningar á þeim hefjist ekki fyrr en með haustinu. RÚV mun hins vegar gleðja fjölmarga aðdáendur Lost! og Aðþrengdra eiginkvenna í ársbyrjun en sýningar á þriðju þáttaröð Lost! hefjast í janúarlok og Desperate Housewives fylgja í kjölfarið strax í byrjun febrúar.Fleiri góðkunningjar sem hafa læst klóm sínum í íslenska sjónvarpsáhorfendur munu einnig láta til sín taka í ársbyrjun og má þar á meðal nefna lýtalæknana í Nip/Tuck á Stöð 2 og geðstirða lækninn House, sem Hugh Laurie leikur með miklum tilþrifum, á Skjá einum.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira