Stóriðjuskólinn í Straumsvík 15. desember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar