Framlög til LÍN skorin niður 15. desember 2006 05:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun