Afríka land andstæðnanna 13. desember 2006 05:00 Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar