Umsátrið um Frjálslynda flokkinn 30. nóvember 2006 05:00 Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar