Aumur blettur í frístundamálum? 29. nóvember 2006 05:00 Þau eru merkileg viðbrögð sumra framsóknarmanna við litlu viðtali sem Fréttablaðið birti í gær við Dofra Hermannsson, varaborgarfulltrúa og föður barns á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvoginum. Netmiðlaskríbentar flokksins hófu strax stórsókn eftir því sem mér er tjáð og foringinn í borgarstjórn svarar fyrir sig á tveimur stöðum í Fréttablaðinu í dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sumir framsóknarmenn séu aumir fyrir ábendingum af því tagi að hundruð barna hafi verið á biðlista í haust. Það vill svo til að ástandið hefur verið verst í Grafarvoginum, en þar hefur Dofri og fleiri foreldrar verið ötulir í því að reyna að finna leiðir til að leysa úr og meðal annars tekið upp hugmynd sem áður hafði verið rætt um sem bráðabirgðalausn fyrir þá sem ekki þurfa fulla vistun. Dofri á skilið lof fyrir innlegg sitt í þeirri baráttu sem fulltrúar Samfylkingar áréttuðu í íþrótta- og tómstundaráði og skilaði sér m.a. í því að starfsmenn ÍTR fóru þessa leið. Fyrir vikið hefur m.a. tekist að vinna á biðlistanum. Ég get alveg tekið undir það að það er ánægjulegt að nú í nóvember fór tala þeirra barna sem eru á biðlista undir þá tölu sem var um svipað leyti í fyrra. Fram að því var fjöldi barna á biðlista mun meiri. Vandi foreldra og barna sem ekki fá umbeðin pláss getur verið talsverður. Fram hefur komið að þriðjungur barna sem ekki hefur fengið vistun er einn heima sem ekki er gott. Það vita allir í hverju vandinn liggur. Það vantar starfsfólk. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, beitti sér fyrir launahækkun þessa starfsfólks. Sú aðgerð hefur án efa haft talsvert að segja. Það er hins vegar eftirtektarvert að sjálfstæðismenn hafast lítið að í ljósi þess að fulltrúar þeirra í borgarstjórn fyrir ári fóru nánast hamförum yfir stöðunni sem þá var í biðlistamálum og gáfu í skyn að það væri lítið mál að eyða biðlistum, bara ef þeir fengju að stjórna. Reynslan sýnir nú annað ef litið er á biðlista eftir plássum á dagheimili og frístundaheimili. Það er svo athyglisvert út af fyrir sig að nýverið samþykktu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hækkun á ýmsum gjöldum upp á 8,8%, meðal annars fyrir frístundaheimili. Þetta er meiri hækkun en mér sýnist hægt að réttlæta út frá almennum verðlagsbreytingum. Það var reyndar athyglisvert að á síðasta fundi vissu fulltrúar meirihlutans í ÍTR ekki hvernig þessi tala væri til fundin. Þetta væru einungis boð úr Ráðhúsinu. Og þau boð rýra kjör þeirra foreldra sem þurfa að borga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þau eru merkileg viðbrögð sumra framsóknarmanna við litlu viðtali sem Fréttablaðið birti í gær við Dofra Hermannsson, varaborgarfulltrúa og föður barns á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvoginum. Netmiðlaskríbentar flokksins hófu strax stórsókn eftir því sem mér er tjáð og foringinn í borgarstjórn svarar fyrir sig á tveimur stöðum í Fréttablaðinu í dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sumir framsóknarmenn séu aumir fyrir ábendingum af því tagi að hundruð barna hafi verið á biðlista í haust. Það vill svo til að ástandið hefur verið verst í Grafarvoginum, en þar hefur Dofri og fleiri foreldrar verið ötulir í því að reyna að finna leiðir til að leysa úr og meðal annars tekið upp hugmynd sem áður hafði verið rætt um sem bráðabirgðalausn fyrir þá sem ekki þurfa fulla vistun. Dofri á skilið lof fyrir innlegg sitt í þeirri baráttu sem fulltrúar Samfylkingar áréttuðu í íþrótta- og tómstundaráði og skilaði sér m.a. í því að starfsmenn ÍTR fóru þessa leið. Fyrir vikið hefur m.a. tekist að vinna á biðlistanum. Ég get alveg tekið undir það að það er ánægjulegt að nú í nóvember fór tala þeirra barna sem eru á biðlista undir þá tölu sem var um svipað leyti í fyrra. Fram að því var fjöldi barna á biðlista mun meiri. Vandi foreldra og barna sem ekki fá umbeðin pláss getur verið talsverður. Fram hefur komið að þriðjungur barna sem ekki hefur fengið vistun er einn heima sem ekki er gott. Það vita allir í hverju vandinn liggur. Það vantar starfsfólk. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, beitti sér fyrir launahækkun þessa starfsfólks. Sú aðgerð hefur án efa haft talsvert að segja. Það er hins vegar eftirtektarvert að sjálfstæðismenn hafast lítið að í ljósi þess að fulltrúar þeirra í borgarstjórn fyrir ári fóru nánast hamförum yfir stöðunni sem þá var í biðlistamálum og gáfu í skyn að það væri lítið mál að eyða biðlistum, bara ef þeir fengju að stjórna. Reynslan sýnir nú annað ef litið er á biðlista eftir plássum á dagheimili og frístundaheimili. Það er svo athyglisvert út af fyrir sig að nýverið samþykktu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hækkun á ýmsum gjöldum upp á 8,8%, meðal annars fyrir frístundaheimili. Þetta er meiri hækkun en mér sýnist hægt að réttlæta út frá almennum verðlagsbreytingum. Það var reyndar athyglisvert að á síðasta fundi vissu fulltrúar meirihlutans í ÍTR ekki hvernig þessi tala væri til fundin. Þetta væru einungis boð úr Ráðhúsinu. Og þau boð rýra kjör þeirra foreldra sem þurfa að borga.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar