Framkvæmdastjórinn er hættur að fara heim klukkan fjögur 29. nóvember 2006 07:00 Matthías Páll Imsland Er ekki einungis stjórnarformaður Ticket heldur einnig framkvæmdastjóri Iceland Express. Þótt Fons, fjárfestingafélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hafi selt öll hlutabréf sín í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe er félagið langt í frá af baki dottið í fjárfestingum sínum í Svíþjóð. Fyrir tveimur vikum var tilkynnt um kaup ferðaskrifstofukeðjunnar Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, á MZ Travel Group, ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Eftir kaupin eykst velta Ticket um þriðjung og er áætluð um 45-50 milljarðar króna á þessu ári. Munaðarlaust barnFons hóf að kaupa hlutabréf í Ticket af krafti í ársbyrjun og náði undirtökum í stjórn félagsins á aðalfundi þess í febrúar eftir hallarbyltingu sem vakti athygli víða. Matthías Páll Imsland, stjórnarformaður Ticket, segir að Fons hafi séð mikil tækifæri liggja í Ticket og ákveðið að fara inn af miklum krafti. Þarna hafi verið á ferðinni fyrirtæki á góðu verði, með mikla veltu og sölu en lítinn hagnað. Eignarhald á Ticket var dreift og þar vantaði tilfinnanlega kjölfestu og framtíðarsýn. „Við leggjum mikið upp úr framtíðarsýn þegar við göngum inn í verkefni.“Skandinavíumarkaður er spennandi að mati Fonsmanna en ekki síður vanmetinn. Íbúar eru um 25-26 milljónir talsins sem er rétt um helmingur af íbúafjölda Bretlands og þeir stunda ferðalög af miklu kappi. Kaupmáttur og landsframleiðsla eru hærri en í Bretlandi og Matthías telur að Skandinavíumarkaður geti tekið að blómstra hvenær sem er. „Ticket hefur verið ráðandi aðili á sænska og norska markaðnum í allmörg ár. Þetta er gríðarlega öflugt félag með umfangsmikið sölunet sem samanstendur af 83 búðum um Svíþjóð og Noreg. Þarna er verið að selja flugsæti sem fylla fimm þúsund Boeing 737 flugvélar á hverju ári,“ bendir Matthías á. Samstarfsaðilar Ticket eru nær allir þeir sem starfa á sviði ferðaþjónustu, ferðaskrifstofur, flugfélög og bílaleigur út um allan heim.Krafa gerð um árangurMatthías telur að margt hafi breyst til hins betra með innkomu Fons. Vinnubrögð hafa orðið markvissari og framtíðarstefnan skýrari. Hann bendir á að stjórnarfundir hafi styst verulega í tímalengd en í staðinn klára teymi verkefnin. „Munurinn liggur einnig í því að framkvæmdastjórinn er hættur að fara heim klukkan fjögur á daginn. Nú er unnið til tíu á kvöldin. Framkvæmdastjórinn hefur sagt mér að þetta sé skemmtilegasti tími ferils hans hjá Ticket en á móti er þetta líka erfiðasti tíminn.“Matthías segir að hann hafi puttana á púlsinum og fylgist grannt með gangi mála. „Ég er vanur að hringja beint í verslunarstjórana til að láta þá vita hvernig þeir standa sig. Við vitum um allt sem er að gerast þarna innandyra.”Árangurinn er klárlega farinn að skila sér. Afkoma Ticket á fyrstu níu mánuðum er sú besta í sextán ára sögu félagsins. Hagnaður var um 200 milljónir króna og jókst um 77 prósent á milli ára. Þá jókst sala á sama tíma, jafnvel þótt heitt sumar og HM í fótbolta hafi dregið úr ferðalögum. „Við teljum bara að afkoman geti orðið miklu betri. Hún kemur til með að verða betri og ég get lofað nýju metári á næsta ári.“Rekstur sem byggist á sölu ferða og ferðaþjónustutengdri starfsemi er keyrður áfram á mikilli veltu en jafnan lítilli framlegð. Matthías Páll segir að markmið Ticket séu að skila sjö prósenta framlegð af veltu (EBITDA) innan þriggja ára. Þarna geti verið um að ræða háar upphæðir þegar veltan er orðin mikil. „Ef okkur tækist til dæmis að fara með veltu fyrirtækisins í eitt hundrað milljarða króna þá yrði EBITDA um sjö milljarðar króna.“Fleiri yfirtökur í bígerðMeð því að taka yfir MZ Travel, fjórðu stærstu ferðaskrifstofukeðju Svíþjóðar, er Ticket að færa sig á mið sem stjórnendur félagsins hafa horft spenntir til og telja menn að kaupin skili miklum samlegðaráhrifum. Sala á viðskiptaferðum er ábatasamari en á annars konar ferðalögum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira í Skandinavíu og hefur MZ notið góðs af því með miklum vexti jafnt í Svíþjóð sem Noregi. Svo hratt hefur félagið vaxið á þessu ári að ýmsar forsendur í áreiðanleikakönnun tóku örum breytingum og töfðu þar með frágang viðskiptanna.Voru stjórnendur Ticket farnir að örvænta um að verðmiðinn ryki upp úr öllu valdi þar sem tölurnar voru alltaf að batna! „Ég held að seljendur hafi verið farnir að spá í það hvort þeir væru ekki að selja allt of ódýrt,“ segir Matthías Páll og kímir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hjá MZ er áætlaður um 100 milljónir króna á þessu ári.Stjórnendur Ticket ætla ekki að láta þar við sitja. Boða þeir frekari ytri vöxt og horfa meðal annars sterklega til Danmerkur og jafnvel til Finnlands. „Það er alveg klárt að við munum kaupa fleiri félög,“ segir stjórnarformaðurinn og býst við fréttum af þeim áformum á næstunni. „Það er líka klárt að við munum setja meiri fjármuni í markaðssetningu til þess að stækka inn á við.“Horfa á bætta framlegðEins og komið hefur fram í fréttum hefur Iceland Express, dótturfélag Fons, í hyggju að hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna í samvinnu við breska leiguflugfélagið Astraeus sem er að helmingshluta í eigu Fons. Fjárfesting Fons í Ticket tengist ekki þeim áformum beint en getur þó stutt verulega við þau vegna öflugs sölunets á Norðurlöndunum. „Ég reikna með að þetta geti haft veruleg áhrif á miðasölu Icelandair í Skandinavíu á ferðum til Bandaríkjanna.Matthías segir að það skipti stjórnendur Fons máli að geta ráðið för við þau verkefni sem félagið fæst við. Menn þar á bæ voru ósáttir hvernig málin æxluðust í FlyMe og með þau vinnubrögð sem þar voru viðhöfð. „Þar voru ákveðnir hluthafar sem við treystum okkur ekki til að vinna með og ákváðum því að selja okkur út með hagnaði.“ Matthías Páll er spurður um hvaða áhrif brotthvarf Fons úr hluthafahópi FlyMe hefur á fjárfestingu félagsins í ferðaskrifstofukeðjunni. „Þetta mun engin áhrif hafa. FlyMe var algjörlega sjálfstæð fjárfesting.“Stjórnendur Fons hafa ekki yfir neinu að kvarta í samskiptum sínum við sænska fjárfesta og fjölmiðla og verða ekki varir við dönsk áhrif þar. „Okkur hefur gengið mun betur að eiga samskipti við fjárfesta og blaðamenn í Svíþjóð en Danmörku. Það er einhver minnimáttarkennd í Dönum gagnvart Íslendingum. Í Svíþjóð er það ekki þannig að menn skjálfi á beinunum þegar Íslendingur gengur inn í herbergið.“ Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Þótt Fons, fjárfestingafélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hafi selt öll hlutabréf sín í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe er félagið langt í frá af baki dottið í fjárfestingum sínum í Svíþjóð. Fyrir tveimur vikum var tilkynnt um kaup ferðaskrifstofukeðjunnar Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, á MZ Travel Group, ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Eftir kaupin eykst velta Ticket um þriðjung og er áætluð um 45-50 milljarðar króna á þessu ári. Munaðarlaust barnFons hóf að kaupa hlutabréf í Ticket af krafti í ársbyrjun og náði undirtökum í stjórn félagsins á aðalfundi þess í febrúar eftir hallarbyltingu sem vakti athygli víða. Matthías Páll Imsland, stjórnarformaður Ticket, segir að Fons hafi séð mikil tækifæri liggja í Ticket og ákveðið að fara inn af miklum krafti. Þarna hafi verið á ferðinni fyrirtæki á góðu verði, með mikla veltu og sölu en lítinn hagnað. Eignarhald á Ticket var dreift og þar vantaði tilfinnanlega kjölfestu og framtíðarsýn. „Við leggjum mikið upp úr framtíðarsýn þegar við göngum inn í verkefni.“Skandinavíumarkaður er spennandi að mati Fonsmanna en ekki síður vanmetinn. Íbúar eru um 25-26 milljónir talsins sem er rétt um helmingur af íbúafjölda Bretlands og þeir stunda ferðalög af miklu kappi. Kaupmáttur og landsframleiðsla eru hærri en í Bretlandi og Matthías telur að Skandinavíumarkaður geti tekið að blómstra hvenær sem er. „Ticket hefur verið ráðandi aðili á sænska og norska markaðnum í allmörg ár. Þetta er gríðarlega öflugt félag með umfangsmikið sölunet sem samanstendur af 83 búðum um Svíþjóð og Noreg. Þarna er verið að selja flugsæti sem fylla fimm þúsund Boeing 737 flugvélar á hverju ári,“ bendir Matthías á. Samstarfsaðilar Ticket eru nær allir þeir sem starfa á sviði ferðaþjónustu, ferðaskrifstofur, flugfélög og bílaleigur út um allan heim.Krafa gerð um árangurMatthías telur að margt hafi breyst til hins betra með innkomu Fons. Vinnubrögð hafa orðið markvissari og framtíðarstefnan skýrari. Hann bendir á að stjórnarfundir hafi styst verulega í tímalengd en í staðinn klára teymi verkefnin. „Munurinn liggur einnig í því að framkvæmdastjórinn er hættur að fara heim klukkan fjögur á daginn. Nú er unnið til tíu á kvöldin. Framkvæmdastjórinn hefur sagt mér að þetta sé skemmtilegasti tími ferils hans hjá Ticket en á móti er þetta líka erfiðasti tíminn.“Matthías segir að hann hafi puttana á púlsinum og fylgist grannt með gangi mála. „Ég er vanur að hringja beint í verslunarstjórana til að láta þá vita hvernig þeir standa sig. Við vitum um allt sem er að gerast þarna innandyra.”Árangurinn er klárlega farinn að skila sér. Afkoma Ticket á fyrstu níu mánuðum er sú besta í sextán ára sögu félagsins. Hagnaður var um 200 milljónir króna og jókst um 77 prósent á milli ára. Þá jókst sala á sama tíma, jafnvel þótt heitt sumar og HM í fótbolta hafi dregið úr ferðalögum. „Við teljum bara að afkoman geti orðið miklu betri. Hún kemur til með að verða betri og ég get lofað nýju metári á næsta ári.“Rekstur sem byggist á sölu ferða og ferðaþjónustutengdri starfsemi er keyrður áfram á mikilli veltu en jafnan lítilli framlegð. Matthías Páll segir að markmið Ticket séu að skila sjö prósenta framlegð af veltu (EBITDA) innan þriggja ára. Þarna geti verið um að ræða háar upphæðir þegar veltan er orðin mikil. „Ef okkur tækist til dæmis að fara með veltu fyrirtækisins í eitt hundrað milljarða króna þá yrði EBITDA um sjö milljarðar króna.“Fleiri yfirtökur í bígerðMeð því að taka yfir MZ Travel, fjórðu stærstu ferðaskrifstofukeðju Svíþjóðar, er Ticket að færa sig á mið sem stjórnendur félagsins hafa horft spenntir til og telja menn að kaupin skili miklum samlegðaráhrifum. Sala á viðskiptaferðum er ábatasamari en á annars konar ferðalögum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira í Skandinavíu og hefur MZ notið góðs af því með miklum vexti jafnt í Svíþjóð sem Noregi. Svo hratt hefur félagið vaxið á þessu ári að ýmsar forsendur í áreiðanleikakönnun tóku örum breytingum og töfðu þar með frágang viðskiptanna.Voru stjórnendur Ticket farnir að örvænta um að verðmiðinn ryki upp úr öllu valdi þar sem tölurnar voru alltaf að batna! „Ég held að seljendur hafi verið farnir að spá í það hvort þeir væru ekki að selja allt of ódýrt,“ segir Matthías Páll og kímir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hjá MZ er áætlaður um 100 milljónir króna á þessu ári.Stjórnendur Ticket ætla ekki að láta þar við sitja. Boða þeir frekari ytri vöxt og horfa meðal annars sterklega til Danmerkur og jafnvel til Finnlands. „Það er alveg klárt að við munum kaupa fleiri félög,“ segir stjórnarformaðurinn og býst við fréttum af þeim áformum á næstunni. „Það er líka klárt að við munum setja meiri fjármuni í markaðssetningu til þess að stækka inn á við.“Horfa á bætta framlegðEins og komið hefur fram í fréttum hefur Iceland Express, dótturfélag Fons, í hyggju að hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna í samvinnu við breska leiguflugfélagið Astraeus sem er að helmingshluta í eigu Fons. Fjárfesting Fons í Ticket tengist ekki þeim áformum beint en getur þó stutt verulega við þau vegna öflugs sölunets á Norðurlöndunum. „Ég reikna með að þetta geti haft veruleg áhrif á miðasölu Icelandair í Skandinavíu á ferðum til Bandaríkjanna.Matthías segir að það skipti stjórnendur Fons máli að geta ráðið för við þau verkefni sem félagið fæst við. Menn þar á bæ voru ósáttir hvernig málin æxluðust í FlyMe og með þau vinnubrögð sem þar voru viðhöfð. „Þar voru ákveðnir hluthafar sem við treystum okkur ekki til að vinna með og ákváðum því að selja okkur út með hagnaði.“ Matthías Páll er spurður um hvaða áhrif brotthvarf Fons úr hluthafahópi FlyMe hefur á fjárfestingu félagsins í ferðaskrifstofukeðjunni. „Þetta mun engin áhrif hafa. FlyMe var algjörlega sjálfstæð fjárfesting.“Stjórnendur Fons hafa ekki yfir neinu að kvarta í samskiptum sínum við sænska fjárfesta og fjölmiðla og verða ekki varir við dönsk áhrif þar. „Okkur hefur gengið mun betur að eiga samskipti við fjárfesta og blaðamenn í Svíþjóð en Danmörku. Það er einhver minnimáttarkennd í Dönum gagnvart Íslendingum. Í Svíþjóð er það ekki þannig að menn skjálfi á beinunum þegar Íslendingur gengur inn í herbergið.“
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira