Rangfærslur útvarpsstjóra Erna Kettler skrifar 24. nóvember 2006 06:00 Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun