Hvað á vitleysan að ganga langt? 24. nóvember 2006 05:30 Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar