Ábyrgð eða auglýsing? 22. nóvember 2006 10:50 Í tengslum við aukin útgjöld íslenskra fyrirtækja til málefna á borð við íþrótta-, velferðar-, lista- og menningarmál heyrist æ oftar talað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Eftir vel sótta ráðstefnu sem Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir í samstarfi við KOM almannatengsl í síðustu viku hefur umræðan enn glæðst. Af máli allra þeirra sem fram komu þar mátti skilja að nú gæti breyttra viðhorfa um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu. Þau álíti það í æ ríkari mæli skyldu sína að vera góðir þjóðfélagsþegnar og leggja góðum málefnum lið og bæta þannig það samfélag sem þau starfa í. Undanfarnar vikur hafa margir tekið þátt í þessari umræðu. Þeirra á meðal er Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði kallaði hann ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu sjálfsábyrgð. Á sama hátt og samfélaginu nýtist vel að atvinnulíf eflist og styrkist sé það atvinnulífi til framdráttar að þjóðlíf blómstri í traustu og öruggu samfélagi. Þetta viðhorf virðist vera að ná meiri fótfestu hér á landi. Margvíslegar skilgreiningarHugtakið „samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja" hefur verið skilgreint á ýmsa vegu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skilgreint hana sem „þær skuldbindingar sem fyrirtæki kýs að taka á sig gagnvart starfsfólki, umhverfi eða viðskiptavinum umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum, lögum eða reglugerðum." Í könnun sem unnin var á vegum kennslu- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík á dögunum, sem nánar er sagt frá hér á opnunni, voru stjórnendur fyrirtækja meðal annars fengnir til að greina frá því hvaða skilning þeir leggja í hugtakið. Skilgreiningarnar sem komu frá þeim voru margvíslegar. Flestir nefndu ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu í heild sinni, sem talist getur til nánasta umhverfisins. Á eftir samfélaginu var starfsmannastefnan oftast nefnd, sem talið er benda til þess að það sé að festast í sessi að stjórnendur álíti það samfélagslega jákvætt að vera með skilgreinda starfsmannastefnu. Styrkir til félagasamtaka voru oftast nefndir þar á eftir, þá umhverfismál og síðast viðskiptavinir fyrirtækja. Gömul sannindi og nýEins og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, benti á í ávarpi sínu á ráðstefnunni eru það ekki ný sannindi að styrkir einstaklinga og fyrirtækja við samfélagsleg málefni geti haft mikil og jákvæð áhrif. Í ræðu sinni tók hann dæmi um athafnamanninn Ragnar í Smára, sem tók þá ákvörðun að gefa út bók eftir Halldór Laxness við upphaf ferils hans, þegar enginn annar fékkst til þess. „Í dag efast enginn um að samfélagslegur skilningur Ragnars í Smára var happ fyrir Halldór Laxness. En hitt er ekki þýðingarminna að hann var gæfa fyrir íslensku þjóðina," sagði Þorsteinn í ræðu sinni. Það eru heldur ekki ný sannindi að mörgum þykir umræðan um að fyrirtæki skuli bera samfélagslega ábyrgð hjóm eitt. Þau eigi að einbeita sér að sínum rekstri og með því skili þau mestu til samfélagsins og eigenda sinna. Milton Friedman, einn frægasti hagfræðingur heims og mikill markaðs- og frjálshyggjumaður, lést í síðustu viku 94 ára gamall. Í september árið 1970 gaf hann út ritgerðina Samfélagsleg skylda fyrirtækja er að auka hagnað sinn og birtist hún í tímariti dagblaðsins New York Times. Þar færði hann rök fyrir því að stjórnendur fyrirtækja hafi þeim skyldum að gegna gagnvart eigendum sínum að stjórna fyrirtækinu í samræmi við þeirra óskir, sem yfirleitt séu að þéna eins mikið og hægt er án þess að brjóta reglur samfélagsins. Í ritgerðinni segir hann kenninguna um samfélagslega ábyrgð oft notaða sem yfirskin fyrir aðgerðir sem í raun séu réttlættar af öðrum ástæðum. Oft freistist fólk til að nota hugtakið um samfélagslega ábyrgð yfir aðgerðir sem þessar, sem í raun séu ekki annað en ein leið til að auka viðskiptavild og því að fullu leyti eiginhagsmunir fyrirtækisins en ekki samfélagsleg ábyrgð þess. Mörkin oft á tíðum óljósMargir telja hugmyndir Miltons Friedmans um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja úreltar og þær eigi ekki við í nútímasamfélagi. Hvort sem maður er sammála honum eða ekki er varla annað hægt en að láta hvarfla að sér að auðvitað séu stjórnendur fyrst og fremst að hugsa um hag fyrirtækis síns. Mörkin geta oft á tíðum verið nokkuð óljós milli auglýsinga og samfélagslegrar ábyrgðar. Títtnefnt dæmi um vel heppnað verkefni á þessu sviði er Glitnishlaupið í sumar. Það er jafnframt kannski eitt besta dæmið um óljós skil af þessu tagi. Bankinn hét á fjölmarga starfsmenn sína að taka þátt í hlaupinu og á móti styrkti bankinn gott málefni í þeirra nafni. Það efast enginn um að þetta framtak hafði mikil og jákvæð samfélagsleg áhrif, meðal annars með bættri heilsu starfsmanna og annarra sem tóku þátt í hlaupinu og stórum framlögum til líknarmála. Á sama tíma var Reykjavík þó undirlögð í auglýsingum og umfjöllunum tengdum hlaupinu heilu vikurnar áður en það hófst. Annað dæmi er það sem kom fram í máli forstjóra Alcoa á ráðstefnunni, að fyrirtækið hafi ákveðið að veita tuttugu milljónum í uppbyggingu á Vatnajökulsþjóðgarði. Hvort sem framlög íslenskra fyrirtækja til samfélagslegra málefna eru til þess gerð að bæta ímynd þeirra eða vegna þess að þau telji þau til samfélagslegrar skyldu sinnar skiptir kannski ekki mestu máli. Sem betur fer sjá þau hag sinn í því. Ef þau gerðu það ekki er nokkuð öruggt að mun fátæklegra yrði um að litast í heimi menningar, lista, íþrótta og ýmissa styrktarfélaga sem reiða sig á dyggan stuðning einkafyrirtækja. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Í tengslum við aukin útgjöld íslenskra fyrirtækja til málefna á borð við íþrótta-, velferðar-, lista- og menningarmál heyrist æ oftar talað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Eftir vel sótta ráðstefnu sem Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir í samstarfi við KOM almannatengsl í síðustu viku hefur umræðan enn glæðst. Af máli allra þeirra sem fram komu þar mátti skilja að nú gæti breyttra viðhorfa um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu. Þau álíti það í æ ríkari mæli skyldu sína að vera góðir þjóðfélagsþegnar og leggja góðum málefnum lið og bæta þannig það samfélag sem þau starfa í. Undanfarnar vikur hafa margir tekið þátt í þessari umræðu. Þeirra á meðal er Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði kallaði hann ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu sjálfsábyrgð. Á sama hátt og samfélaginu nýtist vel að atvinnulíf eflist og styrkist sé það atvinnulífi til framdráttar að þjóðlíf blómstri í traustu og öruggu samfélagi. Þetta viðhorf virðist vera að ná meiri fótfestu hér á landi. Margvíslegar skilgreiningarHugtakið „samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja" hefur verið skilgreint á ýmsa vegu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skilgreint hana sem „þær skuldbindingar sem fyrirtæki kýs að taka á sig gagnvart starfsfólki, umhverfi eða viðskiptavinum umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum, lögum eða reglugerðum." Í könnun sem unnin var á vegum kennslu- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík á dögunum, sem nánar er sagt frá hér á opnunni, voru stjórnendur fyrirtækja meðal annars fengnir til að greina frá því hvaða skilning þeir leggja í hugtakið. Skilgreiningarnar sem komu frá þeim voru margvíslegar. Flestir nefndu ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu í heild sinni, sem talist getur til nánasta umhverfisins. Á eftir samfélaginu var starfsmannastefnan oftast nefnd, sem talið er benda til þess að það sé að festast í sessi að stjórnendur álíti það samfélagslega jákvætt að vera með skilgreinda starfsmannastefnu. Styrkir til félagasamtaka voru oftast nefndir þar á eftir, þá umhverfismál og síðast viðskiptavinir fyrirtækja. Gömul sannindi og nýEins og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, benti á í ávarpi sínu á ráðstefnunni eru það ekki ný sannindi að styrkir einstaklinga og fyrirtækja við samfélagsleg málefni geti haft mikil og jákvæð áhrif. Í ræðu sinni tók hann dæmi um athafnamanninn Ragnar í Smára, sem tók þá ákvörðun að gefa út bók eftir Halldór Laxness við upphaf ferils hans, þegar enginn annar fékkst til þess. „Í dag efast enginn um að samfélagslegur skilningur Ragnars í Smára var happ fyrir Halldór Laxness. En hitt er ekki þýðingarminna að hann var gæfa fyrir íslensku þjóðina," sagði Þorsteinn í ræðu sinni. Það eru heldur ekki ný sannindi að mörgum þykir umræðan um að fyrirtæki skuli bera samfélagslega ábyrgð hjóm eitt. Þau eigi að einbeita sér að sínum rekstri og með því skili þau mestu til samfélagsins og eigenda sinna. Milton Friedman, einn frægasti hagfræðingur heims og mikill markaðs- og frjálshyggjumaður, lést í síðustu viku 94 ára gamall. Í september árið 1970 gaf hann út ritgerðina Samfélagsleg skylda fyrirtækja er að auka hagnað sinn og birtist hún í tímariti dagblaðsins New York Times. Þar færði hann rök fyrir því að stjórnendur fyrirtækja hafi þeim skyldum að gegna gagnvart eigendum sínum að stjórna fyrirtækinu í samræmi við þeirra óskir, sem yfirleitt séu að þéna eins mikið og hægt er án þess að brjóta reglur samfélagsins. Í ritgerðinni segir hann kenninguna um samfélagslega ábyrgð oft notaða sem yfirskin fyrir aðgerðir sem í raun séu réttlættar af öðrum ástæðum. Oft freistist fólk til að nota hugtakið um samfélagslega ábyrgð yfir aðgerðir sem þessar, sem í raun séu ekki annað en ein leið til að auka viðskiptavild og því að fullu leyti eiginhagsmunir fyrirtækisins en ekki samfélagsleg ábyrgð þess. Mörkin oft á tíðum óljósMargir telja hugmyndir Miltons Friedmans um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja úreltar og þær eigi ekki við í nútímasamfélagi. Hvort sem maður er sammála honum eða ekki er varla annað hægt en að láta hvarfla að sér að auðvitað séu stjórnendur fyrst og fremst að hugsa um hag fyrirtækis síns. Mörkin geta oft á tíðum verið nokkuð óljós milli auglýsinga og samfélagslegrar ábyrgðar. Títtnefnt dæmi um vel heppnað verkefni á þessu sviði er Glitnishlaupið í sumar. Það er jafnframt kannski eitt besta dæmið um óljós skil af þessu tagi. Bankinn hét á fjölmarga starfsmenn sína að taka þátt í hlaupinu og á móti styrkti bankinn gott málefni í þeirra nafni. Það efast enginn um að þetta framtak hafði mikil og jákvæð samfélagsleg áhrif, meðal annars með bættri heilsu starfsmanna og annarra sem tóku þátt í hlaupinu og stórum framlögum til líknarmála. Á sama tíma var Reykjavík þó undirlögð í auglýsingum og umfjöllunum tengdum hlaupinu heilu vikurnar áður en það hófst. Annað dæmi er það sem kom fram í máli forstjóra Alcoa á ráðstefnunni, að fyrirtækið hafi ákveðið að veita tuttugu milljónum í uppbyggingu á Vatnajökulsþjóðgarði. Hvort sem framlög íslenskra fyrirtækja til samfélagslegra málefna eru til þess gerð að bæta ímynd þeirra eða vegna þess að þau telji þau til samfélagslegrar skyldu sinnar skiptir kannski ekki mestu máli. Sem betur fer sjá þau hag sinn í því. Ef þau gerðu það ekki er nokkuð öruggt að mun fátæklegra yrði um að litast í heimi menningar, lista, íþrótta og ýmissa styrktarfélaga sem reiða sig á dyggan stuðning einkafyrirtækja.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira