Mikil steranotkun í fitness-keppnum 18. nóvember 2006 09:30 Þórólfur Þórlindsson prófessor. Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en íþróttaiðkun. MYND/Anton Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira