Erlent

Fimmtíu á valdi mannræningja

Byssumenn, sem voru klæddir eins og lögreglumenn, rændu um fimmtíu starfsmönnum og gestum af einni skrifstofu menntamálaráðuneytis Íraks í Bagdad í gær.

Þremur gíslanna var sleppt ósködduðum nokkrum stundum eftir mannránið. Þetta er um-fangsmesta mannrán í Írak frá því að Bandaríkjamenn hernámu landið. Mannránið var hluti af mikilli öldu ofbeldis sem gekk yfir Írak í gær, en 82 menn létu lífið víðs vegar um landið.

Ekki er vitað hver stóð að mannráninu, en lögreglustjóri í hverfinu þar sem ránið var framið var yfirheyrður í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×