Blóðugar hendur 14. nóvember 2006 05:00 Hægrimenn á Íslandi, hvort heldur í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu, hafa löngum legið flatir fyrir bandarískum stjórnvöldum og þjónað þeim jafnt til góðra sem vondra verka. Bandaríkjunum var leyft að hafa hér herstöðvar meðan þeim þóknaðist og logið að þjóðinni að það væri greiði og gustukarverk fyrir Íslendinga, til að tryggja öryggi okkar. Þegar kanahernum þóknaðist loks að pakka niður og hypja sig fólu dindlarnir í ríkisstjórninni þeim eftir sem áður sjálfdæmi um að gæta öryggis þjóðarinnar. Sjálfsagt felst í því leyfi til að njósna um íslenska borgara, eftirleiðis sem hingað til, með aðstoð íslenskra dindilmenna. Versta óhæfuverkið hin síðari ár var að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Það var gert í blóra við íslensku þjóðina og ekki hlustað á ótal viðvaranir. Innrásin var í trássi við alþjóðalög, Sameinuðu þjóðirnar og heilbrigða skynsemi. Allflestir sáu hvílíkt feigðarflan þetta var og efasemdirnar náðu langt inn í hægri klíkurnar. Fljótlega kom t.d. í ljós að hættan sem umheiminum átti að stafa af kjarnavopnum harðstjórans Saddam Hussein var helber lygi, eða í besta falli misskilningur. En Davíð og Halldór fóru sínu fram vel studdir af Morgunblaðinu. Öryggishagsmunum og heiðri íslensku þjóðarinnar var fórnað. Nú vilja fæstir þá Lilju kveðið hafa sem innrásin í Írak er. Ríkisstjórnir, þingflokkar og þingmenn víða um heim snúa baki við Bush og Blair eftir því sem óöldin í Írak magnast og minnir æ meir á hörmungarnar í Víetnam fyrir fjórum áratugum. En hvorki Davíð né Halldór viðurkenna mistök sín og er ólíklegt að afsökunarbeiðni þeirra berist úr þessu. Báðir hafa þeir hlotið feit embætti og sitja þar óáreittir meðan hundruð manna týna lífi dag hvern og milljónir þjást fyrir þeirra tilstuðlan. Það má kalla það tilræði við norræna samvinnu að senda Halldór til Kaupmannahafnar með óþvegnar, blóðugar hendur. Vinsti hreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem berst heill fyrir sjálfstæðri, friðsamlegri utanríkisstefnu Íslands og hefur hafnað stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og Afganistan alla tíð. Nú er það verkefni allra friðelskandi Íslendinga að gera veg VG sem mestan í alþingiskosningunum í vor svo hægt verði að koma íslenskri utanríkisstefnu aftur á réttan kjöl. Eflum VG í vor! Þorvaldur Örn Árnason er formaður VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Hægrimenn á Íslandi, hvort heldur í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu, hafa löngum legið flatir fyrir bandarískum stjórnvöldum og þjónað þeim jafnt til góðra sem vondra verka. Bandaríkjunum var leyft að hafa hér herstöðvar meðan þeim þóknaðist og logið að þjóðinni að það væri greiði og gustukarverk fyrir Íslendinga, til að tryggja öryggi okkar. Þegar kanahernum þóknaðist loks að pakka niður og hypja sig fólu dindlarnir í ríkisstjórninni þeim eftir sem áður sjálfdæmi um að gæta öryggis þjóðarinnar. Sjálfsagt felst í því leyfi til að njósna um íslenska borgara, eftirleiðis sem hingað til, með aðstoð íslenskra dindilmenna. Versta óhæfuverkið hin síðari ár var að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Það var gert í blóra við íslensku þjóðina og ekki hlustað á ótal viðvaranir. Innrásin var í trássi við alþjóðalög, Sameinuðu þjóðirnar og heilbrigða skynsemi. Allflestir sáu hvílíkt feigðarflan þetta var og efasemdirnar náðu langt inn í hægri klíkurnar. Fljótlega kom t.d. í ljós að hættan sem umheiminum átti að stafa af kjarnavopnum harðstjórans Saddam Hussein var helber lygi, eða í besta falli misskilningur. En Davíð og Halldór fóru sínu fram vel studdir af Morgunblaðinu. Öryggishagsmunum og heiðri íslensku þjóðarinnar var fórnað. Nú vilja fæstir þá Lilju kveðið hafa sem innrásin í Írak er. Ríkisstjórnir, þingflokkar og þingmenn víða um heim snúa baki við Bush og Blair eftir því sem óöldin í Írak magnast og minnir æ meir á hörmungarnar í Víetnam fyrir fjórum áratugum. En hvorki Davíð né Halldór viðurkenna mistök sín og er ólíklegt að afsökunarbeiðni þeirra berist úr þessu. Báðir hafa þeir hlotið feit embætti og sitja þar óáreittir meðan hundruð manna týna lífi dag hvern og milljónir þjást fyrir þeirra tilstuðlan. Það má kalla það tilræði við norræna samvinnu að senda Halldór til Kaupmannahafnar með óþvegnar, blóðugar hendur. Vinsti hreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem berst heill fyrir sjálfstæðri, friðsamlegri utanríkisstefnu Íslands og hefur hafnað stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og Afganistan alla tíð. Nú er það verkefni allra friðelskandi Íslendinga að gera veg VG sem mestan í alþingiskosningunum í vor svo hægt verði að koma íslenskri utanríkisstefnu aftur á réttan kjöl. Eflum VG í vor! Þorvaldur Örn Árnason er formaður VG á Suðurnesjum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar