Innflytjendur lýsa áhyggjum og kvíða 14. nóvember 2006 06:30 ALÞJÓÐAHÚS Hér á landi þarf fólk að leggja í langt ferli sé því mismunað á grundvelli uppruna og vilji það ekki una þeirri mismunun, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“ Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Sjá meira
Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Sjá meira