Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu 10. nóvember 2006 05:45 HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun