Stofnanasam-starf í vörn 6. nóvember 2006 06:00 Árlegt þing Norðurlandaráðs er nú nýafstaðið, en það fór fram að þessu sinni í Kaupmannahöfn. Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin eru meginstoðir hins pólitíska, formlega hluta norræns samstarfs. Óhætt er að fullyrða að vægi þessa hluta samstarfsins hefur farið minnkandi á síðustu árum, á sama tíma og samgangur fólks á milli Norðurlandanna er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Viðskipti og efnahagslegur samruni hafa heldur aldrei verið meiri milli frændþjóðanna. Í stuttu máli: á sama tíma og stjórnmálaþáttur norræns samstarfs hefur verið að tapa vægi hafa tengsl Norðurlandaþjóðanna á öðrum sviðum verið að aukast. Þessi þróun endurspeglar hliðstæða þróun innan hvers ríkis; áhrif stjórnmálamanna hafa verið að dragast saman á sama tíma og viðskiptalífinu, frjálsum félagasamtökum og annarri starfsemi sem hefðbundin flokkastjórnmál hafa lítið yfir að segja hefur vaxið fiskur um hrygg. En hún endurspeglar einnig að evrópskt samstarf hefur að miklu leyti „tekið framúr" norrænu samstarfi. Það var innri markaður Evrópusambandsins sem skapaði forsendurnar fyrir þeim víðtæka efnahagslega samruna sem orðið hefur milli Norðurlandanna á síðustu árum; þegar Norðurlöndin reyndu á sínum tíma að koma á efnahagsbandalagi sín í milli fór sú tilraun út um þúfur. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu er aðalforsendan fyrir íslenzku útrásinni, sem svo mjög er í kastljósi fjölmiðla í Damörku um þessar mundir. Frá því Svíþjóð og Finnland gengu í Evrópusambandið árið 1995, sem Danmörk gekk í þegar árið 1974, og þrjú fjölmennustu Norðurlöndin voru þar með sameinuð innan vébanda þess, hefur ESB-samstarfið skákað norræna samstarfinu „niður í aðra deild", ef svo má segja. Staðreyndin er sú, að í huga stjórnmála- og embættismanna norrænu ESB-ríkjanna eru ESB-fundir einfaldlega mikilvægari en Norðurlandasamstarfsfundir. Vissulega horfir þetta öðru vísi við Íslendingum og Norðmönnum, sem valið hafa að standa utan Evrópusambandsins. Einmitt vegna þess að íslenzkir og norskir ráðamenn og embættismennn hafa ekki aðgang að ESB-fundum er samráðið á vettvangi Norðurlandasamstarfsins þeim mun mikilvægara fyrir þá. Ef til vill kann það að vera það sem vakið hefur fyrir Halldóri Ásgrímssyni með því að sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, að nýta þau áhrif sem því embætti fylgir til að hámarka gagnið sem norðvesturjaðar Norðurlandanna getur haft af hinu norræna samstarfi, einmitt með tilliti til þess hve það er hlutfallslega mikilvægara fyrir hann en norrænu ESB-ríkin þrjú. En það er ekki bara samkeppnin við Evrópusambandið sem hefur dregið úr vægi norrænu samstarfsstofnananna. Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin þurfa líka að keppa um athyglina við Eystrasaltsráðið, Norðurskautsráðið, Barentsráðið og Norðlæga vídd Evrópusambandsins, svo nokkrar af þeim stofnunum og samstarfsáætlunum séu upp taldar sem helgaðar eru samstarfi í okkar hluta álfunnar. Að teknu tilliti til alls þessa er því ekki að undra að Norðurlandaráðsþing hafi ekki lengur það fréttalega vægi sem það naut í eina tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Árlegt þing Norðurlandaráðs er nú nýafstaðið, en það fór fram að þessu sinni í Kaupmannahöfn. Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin eru meginstoðir hins pólitíska, formlega hluta norræns samstarfs. Óhætt er að fullyrða að vægi þessa hluta samstarfsins hefur farið minnkandi á síðustu árum, á sama tíma og samgangur fólks á milli Norðurlandanna er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Viðskipti og efnahagslegur samruni hafa heldur aldrei verið meiri milli frændþjóðanna. Í stuttu máli: á sama tíma og stjórnmálaþáttur norræns samstarfs hefur verið að tapa vægi hafa tengsl Norðurlandaþjóðanna á öðrum sviðum verið að aukast. Þessi þróun endurspeglar hliðstæða þróun innan hvers ríkis; áhrif stjórnmálamanna hafa verið að dragast saman á sama tíma og viðskiptalífinu, frjálsum félagasamtökum og annarri starfsemi sem hefðbundin flokkastjórnmál hafa lítið yfir að segja hefur vaxið fiskur um hrygg. En hún endurspeglar einnig að evrópskt samstarf hefur að miklu leyti „tekið framúr" norrænu samstarfi. Það var innri markaður Evrópusambandsins sem skapaði forsendurnar fyrir þeim víðtæka efnahagslega samruna sem orðið hefur milli Norðurlandanna á síðustu árum; þegar Norðurlöndin reyndu á sínum tíma að koma á efnahagsbandalagi sín í milli fór sú tilraun út um þúfur. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu er aðalforsendan fyrir íslenzku útrásinni, sem svo mjög er í kastljósi fjölmiðla í Damörku um þessar mundir. Frá því Svíþjóð og Finnland gengu í Evrópusambandið árið 1995, sem Danmörk gekk í þegar árið 1974, og þrjú fjölmennustu Norðurlöndin voru þar með sameinuð innan vébanda þess, hefur ESB-samstarfið skákað norræna samstarfinu „niður í aðra deild", ef svo má segja. Staðreyndin er sú, að í huga stjórnmála- og embættismanna norrænu ESB-ríkjanna eru ESB-fundir einfaldlega mikilvægari en Norðurlandasamstarfsfundir. Vissulega horfir þetta öðru vísi við Íslendingum og Norðmönnum, sem valið hafa að standa utan Evrópusambandsins. Einmitt vegna þess að íslenzkir og norskir ráðamenn og embættismennn hafa ekki aðgang að ESB-fundum er samráðið á vettvangi Norðurlandasamstarfsins þeim mun mikilvægara fyrir þá. Ef til vill kann það að vera það sem vakið hefur fyrir Halldóri Ásgrímssyni með því að sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, að nýta þau áhrif sem því embætti fylgir til að hámarka gagnið sem norðvesturjaðar Norðurlandanna getur haft af hinu norræna samstarfi, einmitt með tilliti til þess hve það er hlutfallslega mikilvægara fyrir hann en norrænu ESB-ríkin þrjú. En það er ekki bara samkeppnin við Evrópusambandið sem hefur dregið úr vægi norrænu samstarfsstofnananna. Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin þurfa líka að keppa um athyglina við Eystrasaltsráðið, Norðurskautsráðið, Barentsráðið og Norðlæga vídd Evrópusambandsins, svo nokkrar af þeim stofnunum og samstarfsáætlunum séu upp taldar sem helgaðar eru samstarfi í okkar hluta álfunnar. Að teknu tilliti til alls þessa er því ekki að undra að Norðurlandaráðsþing hafi ekki lengur það fréttalega vægi sem það naut í eina tíð.