Erlent

Hvattir til að taka fósturbörn

Borgaryfirvöld í Vínarborg ætla á næstunni að hefja herferð þar sem samkynhneigð pör eru hvött til þess að taka börn í fóstur. Samkynhneigðir hafa árum saman haft heimild til þess að taka börn í fóstur, en um þessar mundir er mikill skortur á fósturforeldrum í Austurríki.

Á næstunni verða sett upp stór auglýsingaspjöld víðs vegar í borginni. Á einu spjaldinu er til að mynda mynd af barni með lesbísku pari en á öðru spjaldi er mynd af barni með karlmanni.

Allir sem vilja taka börn í fóstur þurfa að gangast undir eftirlit hins opinbera og sækja undirbúningsnámskeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×