Stöndum vörð um kynfrelsið! 4. nóvember 2006 05:00 Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun