Ofbeldi gegn börnum – samfélagslegt vandamál 3. nóvember 2006 05:00 Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar