Erlent

Íslenskir auðmenn rægðir

Jón Ásgeir Jóhannesson
Var umfjöllunarefni Extra bladet í gær.
Jón Ásgeir Jóhannesson Var umfjöllunarefni Extra bladet í gær.

Danska dagblaðið Ekstra bladet hélt í gær áfram greinaflokki sínum um viðskiptaumsvif Íslendinga.

Blaðið segir frá því í uppsláttarfrétt að Jón Ásgeir Jóhannesson eigi fangelsisvist yfir höfði sér, verði hann dæmdur sekur í Baugsmálinu. Þá er það rifjað upp að Björgólfur Guðmundsson, faðir „ríkasta Íslendingsins“ Björgólfs Thors, sé „líka dæmdur fyrir viðskiptaglæpi“. Er þar átt við hið tuttugu ára gamla Hafskipsmál.

Það eina nýja sem „sporhundar“ Ekstra bladet, eins og höfundar greinaflokksins eru kallaðir í blaðinu, tefla fram í gær er að Pálmi Haraldsson hafi þurft að neita því skriflega gagnvart banka í Lúxemborg að hafa komið nálægt peningaþvætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×