Erlent

Meintir uppreisnarmenn voru drepnir

Pakistan Frá jarðarförinni í gær.
Pakistan Frá jarðarförinni í gær. MYND/AP

Miklar óeirðir brutust út í Pakistan í gær eftir jarðarfarir 80 manna sem talsmenn stjórnarhersins segja hafa verið uppreisnarmenn, en heimamenn halda fram að hafi verið óbreyttir borgarar. Þetta var mannskæðasta árás stjórnarhersins gegn meintum uppreisnarseggjum.

Árásin var gerð snemma í gærmorgun á meintar æfingabúðir al Kaída hryðjuverkanetsins í norðausturhluta Pakistans, skammt frá landamærum Afganistans.

Voru hinir látnu jarðsettir síðdegis í gær og brutust óeirðirnar út í kjölfarið. Helsti stjórnmálamaður múslima í landinu kenndi Bandaríkjastjórn, en ekki þeirri pakistönsku, um árásina, og kallaði eftir víðtækum mótmælum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×