Samskipti barna og foreldra 26. október 2006 05:00 Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun