Eftir höfðinu dansa limirnir 25. október 2006 00:01 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander. Hundur er alltaf hundur, jafnvel þótt maður segi honum að vera köttur. Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira