Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? 24. október 2006 06:45 Jörundur Áki Sveinsson. Kominn á fornar slóðir í Kópavoginum eftir að hafa þjálfað karlalið Stjörnunnar. Hann segir Blika ætla að styrkja hópinn og svo gæti farið að Ásthildur Helgadóttir snúi heim á leið.fréttablaðið/e.ól Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira