Liverpool yfirspilað á Old Trafford 23. október 2006 12:45 scoholes og garcia Paul Scholes átti mjög góðan leik fyrir United í gær og skoraði fyrra mark leiksins. Luis Garcia lék hins vegar langt undir getu. MYND/nordicphotos/getty Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“ Íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“
Íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira