Erlent

Sjöunda útgáfa vafrans komin út

Internet Explorer, vafrinn sem fylgir Windows-stýrikerfinu, hefur verið uppfærður. Tölvurisinn Microsoft, sem gerir vafrann, lagði lokahönd á sjöundu útgáfu hans á dögunum. Þetta er fyrsta uppfærsla vafrans í meira en fimm ár.

Meðal nýjunga í Internet Explorer 7 er flipavafur (tabbed browsing), einfaldari möguleikar til leitar á vefnum og auknar öryggisráðstafanir. Hægt er að hala forritinu niður en flestir Windows-notendur munu fá vafrann með sjálfvirkri stýrikerfisuppfærslu í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×