Erlent

Fosfórsprengjur í loftárásum

Ísraelski ráðherrann Jacob Edery hefur viðurkennt að ísraelski herinn hafi notað fosfórsprengjur í loftárásunum á Líbanon í sumar. Sprengjur af þessu tagi valda alvarlegum efnabruna.

Til þessa hefur Ísraelsher einungis viljað viðurkenna að hafa notað fosfórsprengjur til þess að merkja skotmörk eða landsvæði, en nú hefur Edery viðurkennt að þær hafi verið notaðar í loftárásum.

Meðan stríðið í Líbanon stóð yfir sökuðu stjórnvöld í Líbanon Ísraelsmenn um að nota fosfórsprengjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×